top of page
Hneppt með pífu  dömu

Hneppt með pífu dömu

Prjónauppskrift eftir Margréti Lindu Gunnlaugsdóttur. Hönnuð fyrir Gústu alpakka garnið. Í stærðum S- 2XL.

Bolur er prjónaður neðan frá og upp. Ermar ofan frá og

niður. Bolur byrjar á faldi sem saumaður er niður á röngu.

Á neðanverðum bol er lykkjum fækkað um þriðjung.

Þá myndast pífa í stað stroffs. Ermar eru prjónaðar út frá

bol. Aukið er út efst á ermum. Þá verður til svipuð rykking

og á pífu neðst á bol. Hnappalistar og kragi eru prjónaðir

fram og til baka. Ermar í hring.                                                                                  Undirrituð mælir með því að prjóna hnappalista og

kraga strax eftir að boli lýkur. Einnig að gengið sé frá

lausum endum. Þá er komin mynd á flíkina og skemmtilegra

að hafa hana milli handa.

    1.800krPrice
    bottom of page