top of page

​

​Gústa provides knitting wool and Icelandic yarn and knitting patterns. 

​

Við hjá Gústu nýtum okkur Heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna í stefnumótun fyrir fyrirtækið. Stefna fyrirtækisins er að vera ábyrgt félag sem vinnur að heillindum.  Vandaðar handprjónaðar flíkur eru gæðaflíkur sem eiga sér langan líftíma. 

Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna eru sautján. Öll eru þau mikilvæg en  þrjú þeirra liggja okkur næst.  Segja má að þessi þrjú markmið séu lýsandi fyirir gildi fyrirtækisins og hægt að nýta þau við ákvarðanatöku og þróun á nýjum vörum og þjónustu.  

Heimsmarkmiðin þrjú sem Gústa leggur mesta áherslu á eru: 

 

 

 

 

3. Heilsa og Vellíðan

Prjónaskapur er skemmtileg iðja sem tengir saman fólki og gefur fólki tækifæri til að vera skapandi og læra nýja hluti. Einnig hjálpar hann fólki að sýna væntumþykju og gerir fólki kleift að klæðast fallegum fatnaði sem einnig veitir skjól.
Gústa sér tækifæri í því að bæta heilsu og vellíðan fólks með því að hanna úr íslenskri ull og útbúa aðgengilegar prjónauppskriftir. 

 

​

17. Samvinna um markmiðin

Gústa leggur áherslu á samvinnu frekar en samkeppni. Við viljum vinna með öðru fólki sem deila með okkur ástríðu fyrir betri hönnun og bættu samfélagi. Sarmstarfsaðilar geta verið fjölbreyttir og komið úr öllum áttum eins og framleiðendur, hönnuðir, önnur fyrirtæki, bændur, bókasöfn, prjónarar og fleiri og fleiri! Helstu samstarfsaðilar okkar eru Hagkaup, Fjarðarkaup, Linda prjónahönnuður, Dóra handverkskona og lista litari, Björk handverkskona, verslunin Org og fleiri. 

 

​

​

​

12. Ábyrg neysla og framleiðsla

Okkur er annt um komandi kynslóðir og náttúruna og því viljum við framleiða vandaðan varning án þess að skaða umhverfið. Því leggjum við áherslu á gæða hráefni.

Það sem prjónað er úr Mosa mjúkull endist vel og lengi. Hægt er að rekja upp prjónaðar flíkur og prjóna nýja.

Við kaupum ekki pakkningar til að nota í vefverslun, heldur fáum við skókassa frá versluninni Org sem nýttir eru í sendingar. 

Íslensk ull

Click Me
bottom of page