top of page

Um Gústu 

Hlý sjöl prjónabók
Mosa mjúkull garn

Mosa mjúkull garn

Peysan Mjöll hönnuð af Ágústu Þóru Jónsdóttur

Lækur

Forseti Íslands hefur oft sést í peysunni Lækur úr Mosa mjúkull hönnuð af Ágústu

Spræna úr Mosa mjúkull

Peysan Spræna er með dæmigerðu íslensku munstri, peysan Barr er nútímalegri útgáfa

Describe your image

Gos er til í öllum stærðum

Röndóttar peysur eru margar

Hvíta

Lind, einlit og munstruð peysa

Nýtt íslenskt garn, mjúkt og slitsterkt

MOSA mjúkull er nýtt íslenskt garn þar sem íslensk ull er blönduð á nýstárlegan hátt. Mjúkullin er fyrsta afurð handprjónafyrirtækisins Gústa. MOSA Mjúkull er blanda af íslenskri ull og mjúku og sterku alpakka frá Perú. Garnið er íslensk framleiðsla og hentar bæði í prjónavörur og hekl. Íslenska ullin heldur sínum einstöku eiginleikum - hún er hlý, létt og hrindir frá sér vatni - og alpakka gerir hana mýkri og sterkari.

Prjónabækur 

Ágústa Þóra Jónsdóttir hefur hannað og skrifað nokkrar prjónabækur. Bókin Hlýjar hendur er fyrsta prjónabók Ágústu hún kom út á vegum Sölku forlags 2009, og hefur selst í þúsundum eintaka. Sú bók er núna uppseld. 

Hlýjir fætur kom einnig út á vegum Sölkuforlags, meðhöfundur Ágústu í þeirri bók er Benný Harðardóttir. Þessi bók er einnig uppseld. 

​Á vegum Gústu hafa komið út tvær bækur; Prjónað með Gústu á fimm tungumálum og bókin Hlý sjöl. Þessar bækur eru fáanlegar í bókaverslunum. 

 

Hönnun fáanleg á vefnum

Hönnun sem vísar í íslenska prjónahefð.Fyrsta vörulínan er unnin af Ágústu Þóru Jónsdóttur forsprakka Gústa. Vörulínan inniheldur peysur í öllum stærðum og gerðum, munstraðaðr, röndóttar og einlitar, opnar og lokaðar, hnepptar og renndar. Allar uppskriftir eru aðgengilegar á vefsíðunni www.gusta.is  Einnig verða ýmsar aðrar uppskriftir svo sem húfur, treflar, sjöl og vettlingar aðgengilegar á síðunni síðar í haust. Hluti vörulínunnar er útfærsla við hefðbundna íslenska hönnun og hluti er ný hönnun sem vísar í íslenska nátttúru eða erlend áhrif og miðla. Einfaldleiki er Ágústu mikilvægur og margar peysur er einfalt og fljótlegt að prjóna.

 

Stofnandi Gústa er Ágústa Þóra Jónsdóttir

Stofnandi Gústa er Ágústa Þóra Jónsdóttir, hún er höfundur tveggja prjónabóka sem hafa komið út á Íslandi og í Noregi, Hlýjar hendur og Hlýjir fætur. Ágústa er líffræðingur og viðskiptafræðingur og hefur starfað í mörg ár í viðskiptaþróun fyrir lyfja og líftæknifyrirtæki á Íslandi, Noregi og Belgíu þar sem hún hefur sérhæft sig í að þróa nýjar vörur og nýja markaði. Hennar ástríða er prjónahönnun. Með því að framleiða og hanna garn og prjónauppskriftir sameinar hún ástríðu sína fyrir prjónahönnun og kunnáttu í viðskiptaþróun. Framleiðslan á garninu á sér stað á Íslandi og Perú, pakkningar eru framleiddar í Kína, hnappar koma frá Bretlandi og Kína og hönnun og viðskiptaþróun á sér stað í Sviss. Þannig má segja að Gústa sameini margt af því besta sem er í boði fyrir prjónara og heklara landsins.

 

 

Gústa.is er netfyrirtæki

Hjarta Gústa er heimasíðan: www.gusta.is. Á heimasíðunni verður boðið upp á ókeypis prjónauppskriftir fyrir MOSA mjúkull, það er nýjung á Íslandi. Nýjar uppskriftir munu koma í hverjum mánuði. Vonandi verður vefurinn einnig vettvangur fyrir alla sem deila ástríðu fyrir prjónaskap.

 

Vilt þú hanna úr MOSA mjúkull?

Gústa vill gjarnan að sem flestir hanni uppskriftir og prjóni úr MOSA mjúkull. Við verðlaunum reglulega þá sem deila uppskriftum sínum og myndum með því að gefa þeim garn. Reglulega verður valinn út einn einstaklingur og honum gefið garn.

 

Deildu með okkur handavinnu úr MOSA mjúkull

Þar verður opið fyrir myndbirtingar af prjónaskap þeirra sem prjóna úr MOSA mjúkull og fólk hvatt til að hlaða upp myndum af facebook og Instagram. Við munum reglulega draga út heppinn deilara, og færa honum ókeypis MOSA mjúkull.

Á heimsíðunni gusta.is verður einnig hægt að kaupa garnið sem og prjónaðar flíkur úr því. Einnig er hægt að fá aðstoð við eigin hönnun og útfærslur.

 

Hvar er MOSI mjúkull fáanleg?

MOSA mjúkull er seld í mörgum verslunum á Íslandi auk þess að við erum með vefverslun. Hér er listi yfir þær verslanir sem selja mosa mjúkull. 

 

Viltu selja Mosa mjúkull og Gústu alpakka garn eða prjónapakka?

Gústa mun gera samning um dreifingu í verslanir út um allt land, bæði hannyrðabúðir og aðrar búðir sem selja garn. Ef þú vilt selja MOSA mjúkull í versluninni þinni, þá máttu gjarnan hafa samband við okkur á gusta@gusta.is.

Sjálfbærni

Okkur hjá Gústu er umhugað um umhverfismál og samfélagslega ábyrgð. 

Umhverfisstefnan byggir á Heimsmarkmiðum sameinuðuþjóðanna og þarfamódeli Max Neef um grundvallar þarfir mannsins. Markmið Gústu er að sinna þörfum notenda sinna þannig að það auðgi líf einstklinga og dragi ekki úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum.

 Mest áhersla er á þrjú heimsmarkmið markmið.

3. Heilsa og Vellíðan

17. Samvinna

12. Ábyrg neysla og framleiðsla

  Þessi þrjú markmið mynda þau gildi sem fyrirtækið fylgir og notar við ákvarðanatöku og þróun á nýjum vörum og þjónustu.  

Meira

Icelandic knitting patterns and designs

bottom of page