top of page
Search
Writer's pictureAgusta Jonsdottir

Grundvallarþarfir mannsins - Skilgreindar af Max Neef

Abraham Maslow[i] var einn af upphafsmönnum jákvæðrar sálfræði. Hann bjó til módel sem kallast þarfapýramídinn, þar sem þarfir mannsins eru flokkaðar eftir mikilvægi. Grunnþarfir eins og fæði og klæði eru miklvægastar, þar á eftir koma “æðri þarfir” eins og öryggi, ást og umhyggja. Hamingjan er talin aukast ef æðri þörfum er mætt. Maslow módelið er einfalt, auðvelt, rökrétt og auðskiljanlegt. Vinsældir þess hafa verið gífurlegar undanfarin 40-50 ár. Það hefur verið notað til að útskýra hegðun mannsins í hagfræði, félagsfræði, markaðsfræði, fræðslu svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt yfirliti sem General Review of Psycology gerði 2002[ii], er Maslow í 10. sæti yfir sálfræðinga sem mest er vitnað í, í skrifum, sem sýnir útbreiðslu kenninga hans. Módelið hefur líka verið gagnrýnt, sérstaklega að það sé of einföld mynd af raunveruleikanum og taki ekki félagsleg tengsl manna með í myndina og að rannsóknir hafi ekki stutt að ein þörf sé æðri annarri[iii].

Sálfræðingurinn Manfred Max Neef hefur útbúið annarskonar módel um þarfir mannsins. Það módel er flóknara en af sama skapi meira lýsandi og nær yfir stærra svið. Í módeli Neef sem hann skilgreinir sem Flokkunarkerfi fyrir grunnþarfir mannsins eru þarfir ekki skilgreindar eftir gildi. Þær eru tengdar saman og hafa áhrif hvor á aðra. Utanaðkomandi þættir geta haft jákvæð eða neikvæð áhrif á hvernig þörfum er mætt. Þannig þarf hver einstaklingur að velja á milli þess hvernig hann/hún mætir sínum þörfum og hvaða þörfum er sinnt hverju sinni. Þarfirnar eru bæði efnahagslegar og félagslegar, þannig hefur bæði efnahagur og samélagsleg staða einstaklinga áhrif á það hvernig þörfum er mætt.

Neef skilgreinir 9 grundvallarþarfir sem eru sameiginlegar öllum mönnum og menningarheimum. Á hvaða hátt þessum þörfum er mætt fer eftir samfélögum og samfélagsgerð. Gústa notar þetta módel til grundvallar á stefnu fyrirtækisins, vörur Gústu snúast í kringum að uppfylla þessar þarfir, aðlaga þarf vörur og þjónustu til að mæta þeim betur.

Grundvallarþarfirnar eru: Lífsviðurværi, vernd, ástúð, skilningur, þátttaka, iðja, sköpun, sjálfsmat og frelsi, í töflu 1.1 eru þær útskýrðar frekar, og tengsl við verkefnið. Í viðauka 1 er módelið útskýrt enn frekar með fylkjum.

Tafla 1.1. Grunnþarfir skilgreindar af Neef og hvernig þær tengjast verkefninu beint. Grunnþörfin er merkt með bláu letri, og þeir þættir sem lýsa henni best eru skáletraðir, tengingin við verkefnið er í kassanum fyrir neðan hverja þörf.

Lífsviðurværi

Heilsa, húsnæði, samfélag

Vernd

Umhyggja, samastaður

Ástúð

Samhyggð, sjálfsánægja, stolt, virðing

Með þátttöku í verkefniu fær fólk tækifæri til að nota prjónaskap til þess að bæta fjárhagslega stöðu sína og/eða búa til hágæða fatnað fyrir sjálfan sig og/eða aðra. Smáforritið - LOOP sinnir þessu sérstaklega.

Að tengjast og tilheyra samfélagi Gústu veitir samastað og gefur prjónaskapmum aukinn tilgang. Mætir tilfinningunni að vera hluti af samfélagi.

Með því að prjóna og láta gott af sér leiða þá upplifa þátttakendur fjölda leiða til þess að sýna ástvinum eða öðrum umhyggju.

Skilningur

Kennsla, lærdómur, tækni, forvitni

Þátttaka

Samskipti, réttur, ástríða

Iðja

Afþreying, leikur, ástundun hlutverk

Með því að læra nýja hluti eða kenna öðrum fær fólk tækifæri til þess að þroskast og upplifa nýja hluti í kringum prjónaskapinn.

Þátttaka í verkefniinu gefur fólki áhugaverðan og gefandi félgasskap fólks með sama áhugmál og ástríðu. Þetta getur orðið uppspretta hugmynda, vináttu og aðgerða.

Fólk fær tækifæri til að prjóna, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir aðra, sem ýtir undir tilgang þess og að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni.

Sköpun

Áræðni, sjálfstæði, færni.

Sjálfsmat

Tilheyra, sjálfsálit, vaxa, þroski.

Frelsi

Sjálfstæði, áræðni, umburðarlyndi, mistök

Með því að taka þátt í verkefninu tekur fólk þátt í sköpun nýrra hluta úr prjónabandi. Hver og einn getur valið sína leið.

Með því að taka þátt í verkefninu og skapa nýja hluti með eigin færni, gerir það fólki kleift að vaxa og finna fyrir stolti með eigið framlag.

Verkefnið ýtir undir þá viðleitni að búa til sinn eigin fatnað. Hver og einn getur fundið sína leið sem veitir innra frelsi.

· Prjónahefð mætir öllum 9 grunnþörfum mannsins og felur í sér marga samverkandi þætti (synergistic satisfiers)

Tökum nýlegt dæmi úr hversdagsleikanum á Íslendi veturinn 2019-2020. Erin Jade Turner fékk þá hugmynd að íslenskar konur gætu prjónað fyrir pokadýr í Ástralíutil þess að hjálpa þeim að lifa af, þar sem foreldrar þeirra hafa látist vegna skógarelda[iv]. Hún hafði samband við Pétur Oddberg Heimisson sem sér um prjónakaffi á Kex hostel. Hann tók vel í hugmyndina og saman búa þau til verkefni þar sem fólk kemur saman á kaffihúsinu og prjónar poka samkvæmt leiðbeiningum. Erin fer með pokana til Ástralíu þar sem þeim verður komið í réttar hendur.

Skoðum saman hvaða grunn þörfum er mætt með þessu eina verkefni. Erin fær hugmyndina og fær Pétur með sér í lið þar sem hann skipuleggur prjónakvöld á kaffihúsi Kex hostel. Erin og Pétur mæta mörgum samverkandi þörfum með því að framkvæma og klára verkefnið. Þau sýna umhyggju með því að hjálpa öðrum í neyð. Með því að koma verkefninu í framkvæmd eru þau stolt og vekja aðdáoun annarra, sem bætir sjálfsmat þeirra. Lífsviðurværi er sinnt með því að bjarga dýrunum með því að búa til poka. Þátttaka í samfélaginu, bæði hinu alþjóðalega og nærsamfélaginu mætir þeirri þörf margfalt. Vernd þar sem sameiginlegt markmið gefur prjónaskapnum aukið gildi og frelsi til þess að taka þátt og láta gott af sér leiða. Þekkingu með því að gefa prjónaleiðbeiningar, og prjónaskapurinn sjálfur þarnast kunnáttu og þekkingar. Einnig læra þátttakendur meira um líf Kengúra í Ástralíu. Ástúð til heimsins með því að láta gott af sér leiða og margfalda sköpun, bæði með því að skapa verkefnið, prjónaleiðbeiningarnar og skapa hvern og einn prjónapoka. Þau fá aðra með sér í lið sem að auki við fyrri dæmi upplifa. Hver einasta kona stundar iðju með því að prjóna poka, af sama skapi fær hún útrás fyrir sköpunarkraft, umhyggju og þátttöku,

Þetta er dæmigert verkefni sem Gústa getur tekið virkan þátt í. Aðkoma Gústu mundi vera að bjóða garn á hagstæðum kjörum eða ókeypis, einnig gæti Gústa aðstoðað við að kenna og þjálfa þá sem vilja taka þátt. Gústa getur auglýst verkefni á heimasíðu og samskiptamiðlum. Og gefið aðgang að fjölda prjónauppskrifta.


Choose from 8 stunning layouts

Your Wix Blog comes with 8 beautiful layouts. From your blog's settings, choose the layout that’s right for you. For example, a tiled layout is popular for helping visitors discover more posts that interest them. Or, choose a classic single column layout that lets readers scroll down and see your post topics one by one.

Every layout comes with the latest social features built in. Readers can easily share posts on social networks like Facebook and Twitter and view how many people have liked a post, made comments and more.


Add media to your posts

When creating your posts you can:

  • Upload images or GIFs

  • Embed videos and music

  • Create galleries to showcase a media collection

Customize the look of your media by making it widescreen or small and easily align media inside your posts.



Hashtag your posts

Love to #hashtag? Good news!

You can add tags (#vacation #dream #summer) throughout your posts to reach more people. Why hashtag? People can use your hashtags to search through content on your blog and find the content that matters to them. So go ahead and #hashtag away!


627 views0 comments

Comments


bottom of page